Fréttayfirlit 15. maí 2024

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Vel sóttur aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ársins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriksdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir.

Varamaður var kjörin Svala Ísfeld Ólafsdóttir til ársins 2025 í stað Valdísar Þóru Gunnarsdóttur sem hafði gegnt stöðunni tímabundið. SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja þakka Maríu, Hildi og Valdísi fyrir óeigingjörn og vel unnin störf fyrir samtökin.

Á aðalfundinum var ársreikningi og ársskýrslu deilt meðal félagsfólks.

Sjá einnig: Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...