Inga Lind: Þetta eru bara eðlilegir krakkar
Inga Lind Karlsdóttir ræddi við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut um heimsókn sína í SOS barnaþorpið í Greenfields á Indlandi. Þar hitti Inga styrktarbörnin sín sem hún byrjaði að styrkja þegar hún var 18 ára. Eldra „barnið" er kona sem er orðin þrítug og fyrir löngu farin að standa á eigin fótum og svo 17 ára piltur sem Inga hefur styrkt síðan hann var 5 ára.
„Þetta eru bara eðlilegir krakkar, fólk, sem fær frábæra æsku þrátt fyrir hrakningar og slæmt útlit í byrjun,“ segir Inga um börnin í barnaþorpinu. Á ferð sinni um höfuðborgina Delí í janúar sl. bar margt fyrir augu Ingu Lindar og fjölskyldu hennar, eins og heimilislaus börn á götunni.
„Maður sér ýmislegt í Delí þegar maður fer þangað. Margt sem tekur á og stingur í hjartað en kannski það versta er sem ég sá ekki. Ég sá til dæmis ekki 12 milljónir barna sem eru í barnaþrælkun. Sem hefðu geta verið Pushkar og bræður hans."
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...