Hvert fóru framlögin árið 2017?
Annað árið í röð birtum við nú ítarlegar upplýsingar um það hvert framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara.
Á gagnvirku Google-heimskorti má nú skoða hvert einasta barnaþorp sem Íslendingar styrktu árið 2016 og 2017 og sjá upp á krónu hver framlögin voru til hvers barnaþorps. Einnig má sjá hve mikið börnin í hverju þorpi fengu í peningagjafir frá styrktarforeldrum sínum.
Alls námu framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina kr. 392,5 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 437 barnaþorp í 107 löndum. Af þessari upphæð voru 11,7 milljónir króna peningagjafir inn á framtíðarreikninga styrktarbarna.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...