Hvert fóru framlögin árið 2017?
Annað árið í röð birtum við nú ítarlegar upplýsingar um það hvert framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara.
Á gagnvirku Google-heimskorti má nú skoða hvert einasta barnaþorp sem Íslendingar styrktu árið 2016 og 2017 og sjá upp á krónu hver framlögin voru til hvers barnaþorps. Einnig má sjá hve mikið börnin í hverju þorpi fengu í peningagjafir frá styrktarforeldrum sínum.
Alls námu framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina kr. 392,5 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 437 barnaþorp í 107 löndum. Af þessari upphæð voru 11,7 milljónir króna peningagjafir inn á framtíðarreikninga styrktarbarna.
Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...