Happdrætti og tónleikar
Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna verður með happdrætti og tónleika, föstudaginn 2. febrúar, kl. 21 í Stúdentakjallaranum.
Gestir geta keypt happdrættsimiða og átt þannig möguleika á að vinna stórglæsilega vinninga, allt á meðan hljómsveitirnar Omotrack og Meistarar Dauðans spila frábæra tónlist.
Allur ágóði happdrættisins rennur til SOS Barnaþorpanna í Grikklandi þar sem unnið er með fylgdarlausum ungmennum á flótta.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...