Fréttayfirlit 30. desember 2019

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Við erum Guðrúnu mjög þakklát. Það er mikil fyrirhöfn í 57 lopapeysum og hún er núna hetjan okkar,“ segir Rodica Marinoiu, framkvæmdastýra SOS barnaþorpsins í Hemeius, um Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík. Eins og við höfum fjallað um hófst Guðrún handa við prjónamennskuna í febrúar sl. og fengu börnin, SOS mæðurnar og starfsfólkið í barnaþorpinu lopapeysurnar afhendar skömmu fyrir jól.

Fjallað var um afhendinguna á lopapeysunum í kvöldfréttum RÚV 27. desember sl. Í fréttinni er Guðrúnu sýnt myndskeið frá afhendingunni á peysunum í Rúmeníu og snerti það hana beint í hjartastað. „Nú tárast ég bara eftir að hafa horft á þetta. Og vita að allt er komið á leiðarenda. Ég er ægilega þakklát. Ég átti aldrei von á að geta séð þetta með eigin augum, krakkana í peysunum að leika sér og skreyta jólatré þetta er bara magnað,“ segir Guðrún í fréttinni sem sjá má hér að neðan í örlítið lengdri útgáfu af SOS á Íslandi með myndefni okkar frá Rúmeníu.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...