Fréttayfirlit 30. desember 2019

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Við erum Guðrúnu mjög þakklát. Það er mikil fyrirhöfn í 57 lopapeysum og hún er núna hetjan okkar,“ segir Rodica Marinoiu, framkvæmdastýra SOS barnaþorpsins í Hemeius, um Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík. Eins og við höfum fjallað um hófst Guðrún handa við prjónamennskuna í febrúar sl. og fengu börnin, SOS mæðurnar og starfsfólkið í barnaþorpinu lopapeysurnar afhendar skömmu fyrir jól.

Fjallað var um afhendinguna á lopapeysunum í kvöldfréttum RÚV 27. desember sl. Í fréttinni er Guðrúnu sýnt myndskeið frá afhendingunni á peysunum í Rúmeníu og snerti það hana beint í hjartastað. „Nú tárast ég bara eftir að hafa horft á þetta. Og vita að allt er komið á leiðarenda. Ég er ægilega þakklát. Ég átti aldrei von á að geta séð þetta með eigin augum, krakkana í peysunum að leika sér og skreyta jólatré þetta er bara magnað,“ segir Guðrún í fréttinni sem sjá má hér að neðan í örlítið lengdri útgáfu af SOS á Íslandi með myndefni okkar frá Rúmeníu.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...