Fréttayfirlit 30. desember 2019

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Við erum Guðrúnu mjög þakklát. Það er mikil fyrirhöfn í 57 lopapeysum og hún er núna hetjan okkar,“ segir Rodica Marinoiu, framkvæmdastýra SOS barnaþorpsins í Hemeius, um Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík. Eins og við höfum fjallað um hófst Guðrún handa við prjónamennskuna í febrúar sl. og fengu börnin, SOS mæðurnar og starfsfólkið í barnaþorpinu lopapeysurnar afhendar skömmu fyrir jól.

Fjallað var um afhendinguna á lopapeysunum í kvöldfréttum RÚV 27. desember sl. Í fréttinni er Guðrúnu sýnt myndskeið frá afhendingunni á peysunum í Rúmeníu og snerti það hana beint í hjartastað. „Nú tárast ég bara eftir að hafa horft á þetta. Og vita að allt er komið á leiðarenda. Ég er ægilega þakklát. Ég átti aldrei von á að geta séð þetta með eigin augum, krakkana í peysunum að leika sér og skreyta jólatré þetta er bara magnað,“ segir Guðrún í fréttinni sem sjá má hér að neðan í örlítið lengdri útgáfu af SOS á Íslandi með myndefni okkar frá Rúmeníu.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...