Góðgerðarráð Versló styrkir SOS Barnaþorpin í Kosovo
SOS Barnaþorpin fengu nýverið styrk frá Góðgerðarráði Verzlunarskóla Íslands sem safnað var á síðasta skólaári. Alls söfnuðust 612 þúsund krónur sem fara óskipt til ungbarnaheimila SOS Barnaþorpanna í Pristina, höfuðborg Kosovo.
Ungbarnaheimilin í Pristina sjá um yfirgefin ungbörn í fjölskylduvænu umhverfi þar til varanlegir foreldrar finnast. Börnin eru flest á aldrinum 0-3 ára og hafa verið yfirgefin á fæðingadeildinni. Yfirgefin ungbörn er nokkuð stórt vandamál í Kosovo, en í aðeins einu sjúkrahúsi í Pristina eru um 30-40 börn yfirgefin á hverju ári. Það er mikil þörf á úrræði fyrir þessi börn og ungbarnaheimili SOS eru eitt svar við þeirri þörf. Heimilin eru byggð á þeim grunni að öll börn þurfa öruggt heimili á öllum stundum. Heimilin geta séð um alls 24 börn í einu og er stærsta og eitt af fáum úrræðum á þessu sviði í landinu.
Fjármagnið frá Góðgerðarráði Versló verður nýtt til bleyju- og þurrmjólkurkaupa fyrir börnin.
Við þökkum Góðgerðarráðinu kærlega fyrir þennan flotta stuðning.
Myndir frá ungbarnaheimili SOS í Pristina:
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...