Góðgerðadagar FSu
Í byrjun októbermánaðar voru haldnir góðgerðadagar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þeir voru haldnir til að safna fjármagni fyrir SOS Barnaþorpið í Jos í Nígeríu en þetta er í annað skipti sem skólinn safnar fyrir þorpið.
Nemendur skólans tóku upp á ýmsu. Augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt.
Nemendurnir söfnuðu rúmum 300 þúsund krónum fyrir barnaþorpið í Jos. Annars vegar stóð nemendafélagið fyrir söfnun og hins vegar stóð frönskudeild skólans fyrir svokölluðu Frönskumaraþoni þar sem tekið var á móti framlögum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka nemendum FSu kærlega fyrir framlagið.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...