Fréttayfirlit 17. janúar 2017

Góðgerðadagar FSu



Í byrjun októbermánaðar voru haldnir góðgerðadagar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þeir voru haldnir til að safna fjármagni fyrir SOS Barnaþorpið í Jos í Nígeríu en þetta er í annað skipti sem skólinn safnar fyrir þorpið. 

Nemendur skólans tóku upp á ýmsu. Augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt.

Nemendurnir söfnuðu rúmum 300 þúsund krónum fyrir barnaþorpið í Jos. Annars vegar stóð nemendafélagið fyrir söfnun og hins vegar stóð frönskudeild skólans fyrir svokölluðu Frönskumaraþoni þar sem tekið var á móti framlögum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka nemendum FSu kærlega fyrir framlagið. 

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...