Fréttayfirlit 17. janúar 2017

Góðgerðadagar FSu

Í byrjun októbermánaðar voru haldnir góðgerðadagar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þeir voru haldnir til að safna fjármagni fyrir SOS Barnaþorpið í Jos í Nígeríu en þetta er í annað skipti sem skólinn safnar fyrir þorpið. 

Nemendur skólans tóku upp á ýmsu. Augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt.

Nemendurnir söfnuðu rúmum 300 þúsund krónum fyrir barnaþorpið í Jos. Annars vegar stóð nemendafélagið fyrir söfnun og hins vegar stóð frönskudeild skólans fyrir svokölluðu Frönskumaraþoni þar sem tekið var á móti framlögum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka nemendum FSu kærlega fyrir framlagið. 

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.