Fréttayfirlit 20. október 2022

Gefur „Andlit Afríku" til styrktar SOS Barnaþorpunum

Gefur „Andlit Afríku" til styrktar SOS Barnaþorpunum

SOS Barnaþorpunum hefur borist höfðingleg gjöf frá styrktarsjóði Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar. Bókin hans „Andlit Afríku, Hringfarinn - einn á hjóli í Afríku" er nú til sölu í vefverslun SOS Barnaþorpanna á Íslandi og rennur söluandvirði bókarinnar óskert til SOS Barnaþorpanna.

Kristján er landsmönnum að góðu kunnur vegna sjónvarpsþátta sem hann hefur framleitt um ferðalög sín á mótorhjóli um heiminn undir nafni Hringfarans. Samhliða því hefur hann gefið út bækur um ferðalögin og látið allan afrakstur renna til góðgerðarmála.

Stærstur hluti SOS-framlaga Íslendinga til Afríku

„Það er sérstaklega vel við hæfi að bókin um Afríkuferðalag Kristjáns sé nú orðin liður í fjáröflun hjá okkur. Stærstur hluti stuðnings Íslendinga í gegnum SOS Barnaþorpin rennnur í dag til starfs samtakanna í Afríku. Kristján lýsti því vel í sjónvarpsþáttunum hvað aðstæður fólks í Afríku höfðu mikil áhrif á hann. Þetta framlag Hringfarans mun efla starf okkar fyrir börn sem áður voru umkomulaus og ósjálfbjarga barnafjölskyldur. Við kunnum Kristjáni innilegar þakkir fyrir," segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.

Um 5 þúsund börn í Afríku eiga SOS foreldra á Íslandi

Yfir níu þúsund börn í SOS barnaþorpum í yfir 100 löndum eiga SOS-foreldra á Íslandi og býr meira en helmingur þeirra barna í Afríku, tæplega fimm þúsund börn. Þar að auki reka SOS Barnaþorpin á Íslandi fimm þróunarverkefni í Afríku.

Söluandvirði bókarinnar rennur óskert til SOS Barnaþorpanna. Söluandvirði bókarinnar rennur óskert til SOS Barnaþorpanna.

Myndbönd frá Afríkuferð Hringfarans

Í bókinni „Andlit Afríku" eru QR kóðar sem vísa á myndbönd sem Kristján tók á ferð sinni um Afríku. Leiðbeiningar um notkun á QR kóðum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði á vefsíðu Hringfarans.

Bókin bæði fáanleg í vefverslun SOS og á skrifstofu okkar í Hamraborg 1, Kópavogi.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði