Fyrsta SOS-fréttablað ársins komið út
Fyrsta SOS-fréttablað ársins er komið út og er nú í dreifingu til styrktaraðila. Í blaðinu er viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur um heimsókn hennar til til styrktarbarna sinna í barnaþorpi á Indlandi.
Covid-19 faraldurinn er að sjálfsögðu nokkuð áberandi í þessu tölublaði. Börn í barnaþorpum segja frá sinni upplifun á heimsfaraldrinum og við segjum frá hvaða áhrif faraldurinn hefur á starf SOS Barnaþorpanna.
Í blaðinu er rætt við Pálínu Sigurðardóttur í Reykjavík og styrktardóttur hennar í barnaþorpi á Indlandi. Einnig er viðtal við konu í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem yfirgaf ofbeldishneigðan eiginmann með börn sín.
Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi ritar pistil, við segjum söguna á bak við Flóttabangsann, táknmynd barns á flótta, frá atvinnuhjálp unga fólksins í Sómalíu og Sómalílandi og á íslensku barnasíðunni eru myndir frá heimsóknum barna á skrifstofuna okkar í Hamraborg á öskudaginn.
Hér fyrir neðan geturðu skoðað blaðið rafrænt í tölvunni þinni eða í símanum.
Öll fréttablöð SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru aðgengileg hér á heimasíðunni okkar.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...