Fréttayfirlit 4. maí 2020

Fyrsta SOS-fréttablað ársins komið út



Fyrsta SOS-fréttablað ársins er komið út og er nú í dreifingu til styrktaraðila. Í blaðinu er viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur um heimsókn hennar til til styrktarbarna sinna í barnaþorpi á Indlandi.

Covid-19 faraldurinn er að sjálfsögðu nokkuð áberandi í þessu tölublaði. Börn í barnaþorpum segja frá sinni upplifun á heimsfaraldrinum og við segjum frá hvaða áhrif faraldurinn hefur á starf SOS Barnaþorpanna.

Í blaðinu er rætt við Pálínu Sigurðardóttur í Reykjavík og styrktardóttur hennar í barnaþorpi á Indlandi. Einnig er viðtal við konu í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem yfirgaf ofbeldishneigðan eiginmann með börn sín.

Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi ritar pistil, við segjum söguna á bak við Flóttabangsann, táknmynd barns á flótta, frá atvinnuhjálp unga fólksins í Sómalíu og Sómalílandi og á íslensku barnasíðunni eru myndir frá heimsóknum barna á skrifstofuna okkar í Hamraborg á öskudaginn.

Hér fyrir neðan geturðu skoðað blaðið rafrænt í tölvunni þinni eða í símanum.

 

Öll fréttablöð SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru aðgengileg hér á heimasíðunni okkar.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.