Fréttayfirlit 4. maí 2020

Fyrsta SOS-fréttablað ársins komið út



Fyrsta SOS-fréttablað ársins er komið út og er nú í dreifingu til styrktaraðila. Í blaðinu er viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur um heimsókn hennar til til styrktarbarna sinna í barnaþorpi á Indlandi.

Covid-19 faraldurinn er að sjálfsögðu nokkuð áberandi í þessu tölublaði. Börn í barnaþorpum segja frá sinni upplifun á heimsfaraldrinum og við segjum frá hvaða áhrif faraldurinn hefur á starf SOS Barnaþorpanna.

Í blaðinu er rætt við Pálínu Sigurðardóttur í Reykjavík og styrktardóttur hennar í barnaþorpi á Indlandi. Einnig er viðtal við konu í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem yfirgaf ofbeldishneigðan eiginmann með börn sín.

Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi ritar pistil, við segjum söguna á bak við Flóttabangsann, táknmynd barns á flótta, frá atvinnuhjálp unga fólksins í Sómalíu og Sómalílandi og á íslensku barnasíðunni eru myndir frá heimsóknum barna á skrifstofuna okkar í Hamraborg á öskudaginn.

Hér fyrir neðan geturðu skoðað blaðið rafrænt í tölvunni þinni eða í símanum.

 

Öll fréttablöð SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru aðgengileg hér á heimasíðunni okkar.

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...