Fréttayfirlit 1. desember 2022

Fyrsta íslenska jóladagatal SOS

Fyrsta íslenska jóladagatal SOS

Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur göngu sína áttunda árið í röð þann 1. desember n.k. Jóladagatalið hefur aldrei verið eins veglegt en það er nú fyrsta sinn alíslenskt og fer leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir yfir allar greinar Barnasáttmálans á skemmtilegan hátt í gegnum stutta þætti.

Barnasáttmálinn og Öðruvísi jóladagatal

Á hverju ári bjóða SOS Barnaþorpin landsmönnum upp á Öðruvísi jóladagatal. Dagatalið er öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að opna glugga og fá súkkulaði eða gjöf að launum þá leggjum við áherslu á fræðslu og að gefa af okkur. Í þetta sinn er bak við hvern glugga fræðandi myndband um réttindi barna.

Hér fyrir neðan geturðu séð brot úr nýja jóladagatalinu.

 

Vala fékk krúttlegan mótleikara í einum þætti. Vala fékk krúttlegan mótleikara í einum þætti.

Íslenskt dagatal

Í ár er dagatalið þó með nýju sniði. SOS Barnaþorpin fengu styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að útbúa íslenskt dagatal þar sem farið verður yfir réttindi barna. Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir fer yfir allar greinar Barnasáttmálans á skemmtilegan hátt í gegnum stutta þætti. Á hverjum degi fáum við líka að sjá myndbrot frá starfi SOS Barnaþorpanna víðs vegar um heiminn og hvernig starfsemin tengist réttindum barna.

Söfnun fyrir Malaví

Samhliða jóladagatalinu er hægt að taka þátt í söfnun þar sem öll framlögin fara í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Malaví. Fjölskylduefling er verkefni sem hjálpar sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra þeirra. 

Þú finnur jóladagatalið og allar nánari upplýsingar hér

Öðruvísi Jóladagatal SOS 2022

Réttindi barna

Það er á ábyrgð okkar allra að passa upp á réttindi barna og að á þeim sé ekki brotið. Því er mikilvægt að við þekkjum öll Barnasáttmálann og greinar hans. Dagatalið er frábær leið til að læra um réttindi barna en það er að finna á heimasíðu SOS Barnaþorpanna og mun fyrsti glugginn opnast 1. desember.

Dagatalið er framleitt í samvinnu við Þorleif Einarsson og styrkt af Utanríkisráðuneytinu. Dagatalið er framleitt í samvinnu við Þorleif Einarsson og styrkt af Utanríkisráðuneytinu.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...