Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Til félaga í SOS Barnaþorpunum.
Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar. Kjósa þarf tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til eins árs.
Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 29. apríl. Tilnefningar og framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.
Um réttindi félaga, hlutverk stjórnar, aðalfundastörf og fleira má lesa í samþykktum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem finna má á heimasíðu samtakanna.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa samtakanna í síma 564 2910 og netfanginu sos@sos.is.
Með SOS kveðju
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.