Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Til félaga í SOS Barnaþorpunum.
Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar. Kjósa þarf tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til eins árs.
Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 29. apríl. Tilnefningar og framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.
Um réttindi félaga, hlutverk stjórnar, aðalfundastörf og fleira má lesa í samþykktum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem finna má á heimasíðu samtakanna.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa samtakanna í síma 564 2910 og netfanginu sos@sos.is.
Með SOS kveðju
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.