Flóttabangsinn kominn í sölu
Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.
Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.
Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.