Flóttabangsinn kominn í sölu
Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.
Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.
Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin.

Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...