Flóttabangsinn kominn í sölu
Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.
Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.
Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin.
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...