Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla
Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.
Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.





Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...