Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla
Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.
Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...