Fjör á Sólblómahátíð
Mikið fjör var á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna sem haldin var hátíðleg síðastliðinn föstudag. Börn á Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu þannig afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Eftir að í Ráðhúsið var komið gæddu börnin sér á veitingum og svo tók Poallaönk við og hélt uppi fjörinu.
Alls eru um 30 Sólblómaleikskólar víðs vegar um landið en þar eru leikskólar sem styðja SOS Barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...