Fjör á Sólblómahátíð
Mikið fjör var á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna sem haldin var hátíðleg síðastliðinn föstudag. Börn á Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu þannig afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Eftir að í Ráðhúsið var komið gæddu börnin sér á veitingum og svo tók Poallaönk við og hélt uppi fjörinu.
Alls eru um 30 Sólblómaleikskólar víðs vegar um landið en þar eru leikskólar sem styðja SOS Barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.

Nýlegar fréttir
Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...
Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...