Fréttayfirlit 15. maí 2017

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í annað sinn

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í annað sinn í dag, á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Viðurkenninguna fengu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fyrir að að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstaka áherslu á vernd barna og unglinga.

Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, sjálfstætt starfandi mannauðsráðgjafi, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra veitti viðurkenninguna sem er ætlað að vekja athygli á góðu starfi en ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.