Fréttayfirlit 15. maí 2017

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í annað sinn



Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í annað sinn í dag, á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Viðurkenninguna fengu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fyrir að að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstaka áherslu á vernd barna og unglinga.

Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, sjálfstætt starfandi mannauðsráðgjafi, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra veitti viðurkenninguna sem er ætlað að vekja athygli á góðu starfi en ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...