Fjölskylduefling í Venesúela og Eþíópíu
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undanfarin fjögur ár fjármagnað fjölskyldueflingu í Bissá, höfuðborg Gíneu-Bissá þar sem fátækar barnafjölskyldur fá aðstoð til sjálfshjálpar. Nú er verkefninu lokið með góðum árangri.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú þegar ákveðið að styrkja nýtt fjölskyldueflingarverkefni í Tullu Moye í Eþíópíu og er undirbúningur fyrir það hafinn. En þar sem verkefninu í Bissá lauk í lok mars og verkefnið Tullu Moye hefst ekki fyrr en í janúar 2018 hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi ákveðið að styrkja önnur fjölskyldueflingarverkefni samtakanna á meðan, í Venesúela og Eþíópíu.
Í Venesúela er SOS með fjölskyldueflingu á fjórum stöðum en í heildina eru það yfir 900 fjölskyldur sem fá aðstoð í verkefninu. Markmið Fjölskyldueflingarinnar er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. SOS á Íslandi mun styrkja verkefnin í Venesúela um tíu milljónir.
Þá mun SOS á Íslandi einnig styrkja tvö fjölskyldueflingarverkefni í Bahir Dar í Eþíópíu um 2,7 milljónir. Um er að ræða önnur verkefni en það sem sett verður á laggirnar í haust í Tulu Moye. Alls fá um 2300 fjölskyldur aðstoð frá Fjölskyldueflingu SOS í Bahir Dar og mun því fjármagnið frá Íslandi koma sér vel.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.