Ferðast til 80 landa og syngur þjóðsöngva til styrktar SOS Barnaþorpunum
Capri Everitt er 11 ára kanadísk stúlka sem hefur ferðast til 79 landa ásamt fjölskyldu sinni undanfarna 8 mánuði. Í öllum löndunum hefur Capri sungið þjóðsöng landsins á tungumáli innfæddra og um leið safnað framlögum fyrir SOS Barnaþorpin.
Capri söng þjóðsöng Íslands við Hallgrímskirkju í gær ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Rauðuborg. Áhorfendur skemmtu sér vel og við lok flutningsins gerði Capri sér lítið fyrir og söng þjóðsöngva viðstaddra ferðamanna. Nú ferðast fjölskyldan til Washington þar sem síðasti söngviðburðurinn mun eiga sér stað.
Ferðalagið hófst í í Kanada í nóvember og síðan þá hefur fjölskyldan komið við í löndum Suður Ameríku, Asíu, Afríku, Eyjaálfu og Evrópu.
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu og leggja söfnuninni lið á heimasíðunni www.80anthems.com.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...