Fréttayfirlit 27. febrúar 2025

Fékkstu símtal frá SOS?

Fékkstu símtal frá SOS?


Nú í mars eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.

Þegar vopnahlé komst á fyrr á þessu ári kom í ljós að barnaþorpið okkar í Rafah á Gaza hafði verið lagt í rúst. Áður höfðum við flúið þaðan af öryggisástæðum með öll börnin.

SOS Barnaþorpin eru einu samtökin á Gaza sem taka við umkomulausum börnum, m.a. þeim sem misst hafa foreldra sína í vopnuðum átökum undanfarna mánuði. Í augnablikinu sjáum við fyrir þeim í bráðabirgðahúsnæði sem við höfum komið upp í Khan Younis á Gaza en vonumst til að geta endurbyggt barnaþorpið sem fyrst.

Það er úthringifyrirtækið Símstöðin sem sér um úthringingar fyrir þessa neyðarsöfnun og er hringt úr númerinu 546 0909.

Hafir þú hins vegar fengið símtal „frá okkur“ sem þér fannst grunsamlegt og ekki í anda þess sem hér greinir, biðjm við þig vinsamlegast um að hafa samband við okkur í sos@sos.is eða 564 2910 og láta okkur vita.

Ef þú vilt styrkja starf SOS Barnaþorpanna með öðrum hætti bendum við þér á þessa möguleika.

Takk fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn, hvort sem þau búa á Gaza eða annars staðar í heiminum.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...