Fékkstu símtal frá SOS?
Nú í mars eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.
Þegar vopnahlé komst á fyrr á þessu ári kom í ljós að barnaþorpið okkar í Rafah á Gaza hafði verið lagt í rúst. Áður höfðum við flúið þaðan af öryggisástæðum með öll börnin.
SOS Barnaþorpin eru einu samtökin á Gaza sem taka við umkomulausum börnum, m.a. þeim sem misst hafa foreldra sína í vopnuðum átökum undanfarna mánuði. Í augnablikinu sjáum við fyrir þeim í bráðabirgðahúsnæði sem við höfum komið upp í Khan Younis á Gaza en vonumst til að geta endurbyggt barnaþorpið sem fyrst.
Það er úthringifyrirtækið Símstöðin sem sér um úthringingar fyrir þessa neyðarsöfnun og er hringt úr númerinu 546 0909.
Hafir þú hins vegar fengið símtal „frá okkur“ sem þér fannst grunsamlegt og ekki í anda þess sem hér greinir, biðjm við þig vinsamlegast um að hafa samband við okkur í sos@sos.is eða 564 2910 og láta okkur vita.
Ef þú vilt styrkja starf SOS Barnaþorpanna með öðrum hætti bendum við þér á þessa möguleika.
Takk fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn, hvort sem þau búa á Gaza eða annars staðar í heiminum.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...