Fékkst þú bréf í sumar?
Styrktarforeldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpinu sem barn þeirra býr í. Fyrra bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu júní-september. Í bréfinu eru upplýsingar um barnið ásamt almennum upplýsingum um barnaþorpið.
Síðla árs fá styrktarforeldrar svo jólakveðju frá barnaþorpinu ásamt fréttum af því helsta sem gerðist í þorpinu það árið. Í flestum tilvikum fylgir kveðjunni ný mynd af barninu hafi hún ekki borist fyrr á árinu. Bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu nóvember-febrúar.
Nú ættu allir styrktarforeldrar að vera búnir að fá sumarbréfið í hendurnar. Ef það hefur ekki skilað sér, vinsamlegast hafið samband við SOS Barnaþorpin á sos@sos.is.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...