Fékkst þú bréf í sumar?
Styrktarforeldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpinu sem barn þeirra býr í. Fyrra bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu júní-september. Í bréfinu eru upplýsingar um barnið ásamt almennum upplýsingum um barnaþorpið.
Síðla árs fá styrktarforeldrar svo jólakveðju frá barnaþorpinu ásamt fréttum af því helsta sem gerðist í þorpinu það árið. Í flestum tilvikum fylgir kveðjunni ný mynd af barninu hafi hún ekki borist fyrr á árinu. Bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu nóvember-febrúar.
Nú ættu allir styrktarforeldrar að vera búnir að fá sumarbréfið í hendurnar. Ef það hefur ekki skilað sér, vinsamlegast hafið samband við SOS Barnaþorpin á sos@sos.is.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.