Fréttayfirlit 19. október 2015

Fékkst þú bréf í sumar?



Styrktarforeldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpinu sem barn þeirra býr í. Fyrra bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu júní-september. Í bréfinu eru upplýsingar um barnið ásamt almennum upplýsingum um barnaþorpið.

Síðla árs fá styrktarforeldrar svo jólakveðju frá barnaþorpinu ásamt fréttum af því helsta sem gerðist í þorpinu það árið. Í flestum tilvikum fylgir kveðjunni ný mynd af barninu hafi hún ekki borist fyrr á árinu. Bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu nóvember-febrúar.

Nú ættu allir styrktarforeldrar að vera búnir að fá sumarbréfið í hendurnar. Ef það hefur ekki skilað sér, vinsamlegast hafið samband við SOS Barnaþorpin á sos@sos.is.

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...