Engin smit í SOS barnaþorpum í Kína
Þær upplýsingar voru að berast okkur frá SOS Barnaþorpunum í Kína að ekkert tilfelli kórónuveirunnar hafi komið upp í þeim tíu barnaþorpum sem eru í landinu. 80 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í barnaþorpum í Kína og búa 127 fjölskyldur í þorpunum.
„Gripið hefur verið til ströngustu mögulegu varúðarráðstafana í þorpunum og er prófað fyrir smitum á hverjum degi. Öll börnin og starfsfólk SOS hafa verið staðfest ósmituð,“ segir Claire Yang, upplýsingafulltrúi hjá SOS Barnaþorpunum í Kína.
Á annað hundrað manns hafa látið lífið af völdum veirunnar sem talin er eiga upptök sín í borginni Wuhan og um 6 þúsund tilfelli um smit eru staðfest í Kína. Næsta SOS barnaþorp við Wuhan er í Nanchang sem er í 350 km fjarlægð. Þar eru þrjú börn sem eiga íslenska SOS-foreldra og einn Íslendingur er Barnaþorpsvinur þorpsins.
Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni í Kína og upplýsum styrktaraðila hér á heimasíðunni.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...