Fréttayfirlit 29. janúar 2020

Engin smit í SOS barnaþorpum í Kína

Þær upplýsingar voru að berast okkur frá SOS Barnaþorpunum í Kína að ekkert tilfelli kórónuveirunnar hafi komið upp í þeim tíu barnaþorpum sem eru í landinu. 80 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í barnaþorpum í Kína og búa 127 fjölskyldur í þorpunum.

„Gripið hefur verið til ströngustu mögulegu varúðarráðstafana í þorpunum og er prófað fyrir smitum á hverjum degi. Öll börnin og starfsfólk SOS hafa verið staðfest ósmituð,“ segir Claire Yang, upplýsingafulltrúi hjá SOS Barnaþorpunum í Kína.

Á annað hundrað manns hafa látið lífið af völdum veirunnar sem talin er eiga upptök sín í borginni Wuhan og um 6 þúsund tilfelli um smit eru staðfest í Kína. Næsta SOS barnaþorp við Wuhan er í Nanchang sem er í 350 km fjarlægð. Þar eru þrjú börn sem eiga íslenska SOS-foreldra og einn Íslendingur er Barnaþorpsvinur þorpsins.

Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni í Kína og upplýsum styrktaraðila hér á heimasíðunni.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...