Engin smit í SOS barnaþorpum í Kína
Þær upplýsingar voru að berast okkur frá SOS Barnaþorpunum í Kína að ekkert tilfelli kórónuveirunnar hafi komið upp í þeim tíu barnaþorpum sem eru í landinu. 80 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í barnaþorpum í Kína og búa 127 fjölskyldur í þorpunum.
„Gripið hefur verið til ströngustu mögulegu varúðarráðstafana í þorpunum og er prófað fyrir smitum á hverjum degi. Öll börnin og starfsfólk SOS hafa verið staðfest ósmituð,“ segir Claire Yang, upplýsingafulltrúi hjá SOS Barnaþorpunum í Kína.
Á annað hundrað manns hafa látið lífið af völdum veirunnar sem talin er eiga upptök sín í borginni Wuhan og um 6 þúsund tilfelli um smit eru staðfest í Kína. Næsta SOS barnaþorp við Wuhan er í Nanchang sem er í 350 km fjarlægð. Þar eru þrjú börn sem eiga íslenska SOS-foreldra og einn Íslendingur er Barnaþorpsvinur þorpsins.
Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni í Kína og upplýsum styrktaraðila hér á heimasíðunni.
Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...