Fréttayfirlit 13. maí 2015

Endurbætur á barnaþorpi á Haítí



Rúmlega fimm ár eru liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí en yfir 220 þúsund manns létust í hamförunum. SOS Barnaþorpin hófu neyðaraðstoð í kjölfarið en samtökin hafa starfað á Haítí frá árinu 1979 og hafa því mikla reynslu af hjálparstarfi á staðnum.

SOS Barnaþorpið í Santo tók við 400 börnum sem misst höfðu ættingja sína eða orðið viðskila við þá í hamförunum. SOS reyndu að hafa uppi á ættingjum barnanna en því miður var það ekki alltaf mögulegt og því fékk fjöldi barna varanlegt heimili í SOS Barnaþorpum.

Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá vegna álags eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu sem hófust í september 2014 og standa enn yfir. Utanríkisráðuneyti Íslands kom meðal annars að fjármögnun verkefnisins með 11,9 milljóna króna framlagi og ung söngkona á Hellu, Írena Víglundsdóttir, hélt tónleika sem skiluðu tæpri hálfri milljón til verkefnisins.

Hér að neðan má sjá myndir af þeim húsum og heimilum í þorpinu sem hafa nú þegar verið endurbætt.

Inngangur

Eitt húsannaEndurbætt hús

Endurbætt baðherbergi

Séð inn í eitt húsanna

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.