Fréttayfirlit 13. maí 2015

Endurbætur á barnaþorpi á Haítí



Rúmlega fimm ár eru liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí en yfir 220 þúsund manns létust í hamförunum. SOS Barnaþorpin hófu neyðaraðstoð í kjölfarið en samtökin hafa starfað á Haítí frá árinu 1979 og hafa því mikla reynslu af hjálparstarfi á staðnum.

SOS Barnaþorpið í Santo tók við 400 börnum sem misst höfðu ættingja sína eða orðið viðskila við þá í hamförunum. SOS reyndu að hafa uppi á ættingjum barnanna en því miður var það ekki alltaf mögulegt og því fékk fjöldi barna varanlegt heimili í SOS Barnaþorpum.

Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá vegna álags eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu sem hófust í september 2014 og standa enn yfir. Utanríkisráðuneyti Íslands kom meðal annars að fjármögnun verkefnisins með 11,9 milljóna króna framlagi og ung söngkona á Hellu, Írena Víglundsdóttir, hélt tónleika sem skiluðu tæpri hálfri milljón til verkefnisins.

Hér að neðan má sjá myndir af þeim húsum og heimilum í þorpinu sem hafa nú þegar verið endurbætt.

Inngangur

Eitt húsannaEndurbætt hús

Endurbætt baðherbergi

Séð inn í eitt húsanna

Nýlegar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
8. des. 2025 Almennar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
2. des. 2025 Erfðagjafir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...