Endurbætt barnaþorp á Haítí
Þegar stór jarðskjálfti reið yfir Haítí árið 2010 varð álagið á SOS Barnaþorpin mikið. Mörg börn misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu fyrir nokkrum árum og tók SOS á Íslandi þátt í því ásamt Utanríkisráðuneyti Íslands.
Töluvert er síðan framkvæmdir kláruðust en myndir hafa ekki verið aðgengilegar fyrr en nú. Hér má sjá myndir af þorpinu eftir endurbætur.




Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...