Endurbætt barnaþorp á Haítí
Þegar stór jarðskjálfti reið yfir Haítí árið 2010 varð álagið á SOS Barnaþorpin mikið. Mörg börn misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu fyrir nokkrum árum og tók SOS á Íslandi þátt í því ásamt Utanríkisráðuneyti Íslands.
Töluvert er síðan framkvæmdir kláruðust en myndir hafa ekki verið aðgengilegar fyrr en nú. Hér má sjá myndir af þorpinu eftir endurbætur.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...