Endurbætt barnaþorp á Haítí
Þegar stór jarðskjálfti reið yfir Haítí árið 2010 varð álagið á SOS Barnaþorpin mikið. Mörg börn misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu fyrir nokkrum árum og tók SOS á Íslandi þátt í því ásamt Utanríkisráðuneyti Íslands.
Töluvert er síðan framkvæmdir kláruðust en myndir hafa ekki verið aðgengilegar fyrr en nú. Hér má sjá myndir af þorpinu eftir endurbætur.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.