Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna
 
                Eliza Reid forsetafrú er nýjasti Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Með þátttöku í starfi SOS Barnaþorpanna vill hún leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum.
Sjálf er Eliza fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Að auki hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.
Sjálf segir Eliza hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...