Fréttayfirlit 2. nóvember 2016

Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna

Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna

Eliza Reid forsetafrú er nýjasti Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Með þátttöku í starfi SOS Barnaþorpanna vill hún leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum.

Sjálf er Eliza fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Að auki hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.

Sjálf segir Eliza hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.

 

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.