Fréttayfirlit 8. nóvember 2022

Ekki ráðlegt að senda pakka til styrktarbarna

Ekki ráðlegt að senda pakka til styrktarbarna

Nú þegar styttist í jólin berast okkur margar fyrirspurnir frá SOS-foreldrum um pakkasendingar til styrktarbarna þeirra. Algengt er að SOS-foreldrar vilji gleðja styrktarbörnin sín á afmælum eða um jól. Algengasta og öruggasta leiðin til þess er að leggja fjárhæð inn á framtíðarreikning barnsins í gegnum Mínar síður á sos.is. Peningagjafir á framtíðarreikning renna óskertar til barnsins. Slík gjöf eykur framtíðarmöguleika barnsins sem fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur barnaþorpið og fer að standa á eigin fótum.

Einnig er hægt að leggja beint inn á reikn­ing­inn.

Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529

SOS-for­eldri fær svo þakk­ar­bréf frá SOS til staðfestingar þeg­ar gjöf­in hef­ur borist.

Frekar ráðlegt að senda bréf en pakka

Sumir SOS-foreldrar vilja senda bréf til barnanna og þyk­ir börn­un­um alltaf gam­an að fá bréf frá út­lönd­um. Póst­þjón­usta er nú að kom­ast í samt lag víð­ast hvar í heim­in­um eft­ir heims­far­ald­ur­inn og mæla SOS Barna­þorp­in ekki leng­ur gegn því að SOS-for­eldr­ar sendi bréf til styrkt­ar­barna sinna. Sumsstað­ar gæti póst­þjón­usta þó enn ver­ið óáreið­an­leg og mæl­um við með því að upp­lýs­inga um slíkt sé leit­að hjá Póst­in­um.

Sem fyrr ráðleggjum við SOS-foreldrum frá því að senda pakka til barnanna en smáir hlutir sem passa í A4 umslag ættu að sleppa. Það hefur sýnt sig að stærri pakkar skila sér síður í barnaþorpin. Þá eru víða lagðir háir tollar á pakkasendingar og barnaþorpin leysa ekki út slíkar sendingar hjá pósthúsum.

Heimilisfang barnaþorpsins

Í upp­lýs­inga­möpp­unni sem SOS-­for­eldrarar fá eft­ir skrán­ingu er m.a. heim­il­is­fang barna­þorps­ins. Nafn styrkt­ar­barns­ins má ekki rita utan á pakk­ann held­ur skal setja nafn­ið á miða inn í pakk­ann. Á þeim miða þarf að vera SOS-núm­er barns­ins og til­vís­un­ar­núm­er styrktar­for­eldr­is ásamt eft­ir­nafni, með ensk­um stöf­um. SOS-núm­er­ið og til­vís­un­ar­núm­er­ið eru í upp­lýs­inga­möpp­unni.

Þú getur lesið ítarlegri upplýsingar um bréfasendingar og miklu fleira í SPURT OG SVARAÐ á sos.is undir liðunum „Að skrifa barni" og „Pakkar til barnanna".

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.