DHL og SOS saman í sjö ár
Árið 2011 gerðu hraðsendingarfyrirtækið DHL og SOS Barnaþorpin með sér samning um starfsmenntun ungmenna. Samstarfið hefur gengið vel og skilað góðum árangri.
DHL hefur í samstarfi við SOS Barnaþorpin tekið að sér að þjálfa upp ungt fólk til að auka líkurnar á því að það fái vinnu og geti aflað sér tekna. Samstarfið hefur náð til 29 landa og haft mjög svo jákvæð áhrif á mikinn fjölda ungs fólks.
Í fyrra nutu 4.146 ungmenni góðs af samstarfinu og að því komu einnig 1.377 sjálfboðaliðar.
Ráðgert er að útvíkka enn frekar þetta samstarf þannig að það nái til 16 nýrra landa á árinu þannig að fjöldi landa nái 45.
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu DHL í Þýskalandi.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...