Fréttayfirlit 27. apríl 2018

DHL og SOS saman í sjö ár



Árið 2011 gerðu hraðsendingarfyrirtækið DHL og SOS Barnaþorpin með sér samning um starfsmenntun ungmenna. Samstarfið hefur gengið vel og skilað góðum árangri.

DHL hefur í samstarfi við SOS Barnaþorpin tekið að sér að  þjálfa upp ungt fólk til að auka líkurnar á því að það fái vinnu og geti aflað sér tekna. Samstarfið hefur náð til 29 landa og haft mjög svo jákvæð áhrif á mikinn fjölda ungs fólks.

Í fyrra nutu 4.146 ungmenni góðs af samstarfinu og að því komu einnig 1.377 sjálfboðaliðar.

Ráðgert er að útvíkka enn frekar þetta samstarf þannig að það nái til 16 nýrra landa á árinu þannig að fjöldi landa nái 45.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu DHL í Þýskalandi.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...