Fréttayfirlit 10. janúar 2023

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS


Ljóðabókin Bragarblóm eft­ir Ragn­ar Inga Að­al­steins­son, einn kunn­asta hagyrð­ing lands­ins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inni­held­ur 75 limr­ur og kom út á 75 ára af­mæl­is­degi Ragnars. Bók­in er gjöf frá Ragn­ari til sam­tak­anna og renn­ur allt sölu­and­virði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.

Ragnar Ingi hefur verið vel­gjörða­mamaður SOS Barna­þorp­anna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.

Ragn­ar Ingi hef­ur lengst af starf­að sem kenn­ari og var aðjunkt við Kenn­ara­há­skóla Ís­lands/Menntavís­inda­svið H.Í. Hann hef­ur með­fram kennslu feng­ist við ritstörf, einkum ljóða- og náms­efn­is­gerð. Hann hef­ur einnig rit­að fjöl­marg­ar fræði­grein­ar, einkum um brag­fræði.

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.