Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inniheldur 75 limrur og kom út á 75 ára afmælisdegi Ragnars. Bókin er gjöf frá Ragnari til samtakanna og rennur allt söluandvirði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.
Ragnar Ingi hefur verið velgjörðamamaður SOS Barnaþorpanna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.
Ragnar Ingi hefur lengst af starfað sem kennari og var aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands/Menntavísindasvið H.Í. Hann hefur meðfram kennslu fengist við ritstörf, einkum ljóða- og námsefnisgerð. Hann hefur einnig ritað fjölmargar fræðigreinar, einkum um bragfræði.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...