Fréttayfirlit 10. janúar 2023

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS


Ljóðabókin Bragarblóm eft­ir Ragn­ar Inga Að­al­steins­son, einn kunn­asta hagyrð­ing lands­ins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inni­held­ur 75 limr­ur og kom út á 75 ára af­mæl­is­degi Ragnars. Bók­in er gjöf frá Ragn­ari til sam­tak­anna og renn­ur allt sölu­and­virði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.

Ragnar Ingi hefur verið vel­gjörða­mamaður SOS Barna­þorp­anna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.

Ragn­ar Ingi hef­ur lengst af starf­að sem kenn­ari og var aðjunkt við Kenn­ara­há­skóla Ís­lands/Menntavís­inda­svið H.Í. Hann hef­ur með­fram kennslu feng­ist við ritstörf, einkum ljóða- og náms­efn­is­gerð. Hann hef­ur einnig rit­að fjöl­marg­ar fræði­grein­ar, einkum um brag­fræði.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.