Börnin í Líbanon heil á húfi
Eins og reglulega er greint frá í fréttum ríkir mikill ófriður í Mið-Austurlöndum og stigmagnast nú átökin í Líbanon. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Líbanon síðan 1969 og þar eru um 100 börn og ungmenni á framfæri samtakanna allan sólarhringinn. 46 þeirra eru styrkt af SOS foreldrum á Íslandi.
Við getum upplýst íslenska SOS foreldra barna í Líbanon um að öll þessi börn eru heil á húfi. SOS Barnaþorpin í Líbanon fylgjast grannt með þróun öryggismála. Nýlega voru börn og starfsfólk SOS barnaþorpsins í Ksarnaba flutt í SOS barnaþorpið í Kfarhay í norður Líbanon til að tryggja öryggi þeirra. Það er í algerum forgangi hjá SOS Barnaþorpunum að viðhalda öruggu og nærandi umhverfi fyrir börnin og hefur starfsfólk okkar í Líbanon endurskipulagt starfsemina þar að lútandi.
Reynir á börnin
Stríðsástandið hefur reynt talsvert á börnin, sérstaklega þau sem eru frá sex ára aldri og upp úr. Þau hafa áhyggjur af heimilum sínum, vinum og skólagöngu. Vel er hugsað um börnin í okkar umsjá og sem fyrr er áhersla lögð á sálrænan stuðning. Börnin eru og verða áfram á okkar framfæri og framlög SOS foreldra skipta því áfram miklu máli.
Við þökkum íslenskum SOS foreldrum kærlega fyrir stuðninginn við börnin í Líbanon.
Staðsetningar SOS barnaþorpanna í Líbanon. Behrsaf er næst höfuðborginni Beirút.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...