Fréttayfirlit 6. júlí 2018

Börnin í Efstahjalla afhentu styrk

Leikskólinn Efstahjalli í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi kátu börn úr efstu deild í Efstahjalla komu á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í dag föstudag og afhentu 45.000 krónur sem þau hafa safnað með sölu á Sólblómum til ættingja sinna. Upphæðin nemur árgjaldi fyrir styrktarbarn þeirra sem býr í barnaþorpinu Bukavu í Mið-Afríkulýðveldinu Kongó. Það er hin 6 ára gamla Chancelline Furaha Kangoma.

Með framlögum styrktarforeldra fá börnin í SOS-barnaþorpunum öllum grunnþörfum sínum mætt, ást, umhyggju og menntun sem undirbýr þau fyrir sjálfstætt líf á fullorðinsárum. Þau eignast heimili með SOS-foreldrum og systkinum og eru búnar eins heimilislegar aðstæður og nokkur kostur er.

Fyrir aðeins 128 krónur á dag getur þú gerst styrktarforeldri eins barns og fylgst með því þroskast og dafna.

Nánar um það hér.


Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...