Fréttayfirlit 11. desember 2018

Börnin á Álfaheiði sungu og afhentu framlag



Börnin í leikskólanum Álfaheiði litu við á skrifstofu SOS Barnaþorpanna á dögunum til að afhenda árlegt framlag fyrir styrktarbarn sitt, Isabellu, tveggja ára stúlku sem býr í barnaþorpi í Tansaníu. Börnin eru að sjálfsögðu komin í mikið jólaskap og sungu fyrir okkur jólalag sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá heimsókn þeirra.

Álfaheiði er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna. Árið 2002 gerðist skólinn styrktarforeldri Lúkasar sem þá var þriggja ára og bjó í SOS barnaþorpi í Argentínu. Hann er nú orðinn 19 ára, fluttur úr þorpinu og farinn að standa á eigin fótum.

Isabella varð tveggja ára í nóvember og halda börnin á Álfaheiði upp á afmæli hennar rétt eins og ávallt var gert í tilfelli Lúkasar. Á leikskólanum eru ýmsar söfnunarleiðir fyrir framlagi barnanna og komu þau með 54,225 krónur sem þau höfðu safnað. 46,800 krónur er sú upphæð sem styrktarforeldrar greiða á einu ári. Afangurinn af peningnum var lagður inn á framtíðarreikning Isabellu.

SOS Barnaþorpin þakka öllum á Álfaheiði og öðrum Sólblómaleikskólum kærlega fyrir þeirra góða starf og gjafmildi.

Nýlegar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...