Barnaþorpsvinir óskast fyrir Sýrland
Miklar hörmungar ganga nú yfir Sýrland og hefur ástandinu verið líkt við helvíti á jörð. Börn þjást gríðarlega og ef þau lifa hörmungarnar af má búast við að langtímaáhrifin á sálina verði talsverð.
SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áhugasömum að gerast Barnaþorpsvinir SOS í Aleppo og Damaskus í Sýrlandi.
Hvernig virkar það?
Það virkar þannig að einstaklingur eða fjölskylda hér á landi ákveður að styðja við börnin í Sýrlandi með mánaðarlegu framlagi að upphæð kr. 3.250. Hægt er að segja upp stuðningi hvenær sem er.
Hér getur þú gerst Barnaþorpsvinur. Taktu vinsamlegast fram að þú óskir eftir Sýrlandi.
Framlagið nýtist til að mæta þörfum og tryggja velferð þeirra barna sem SOS Barnaþorpin hafa tekið að sér í Sýrlandi. Þau eru munaðarlaus eða yfirgefin og stuðningur Barnaþorpsvina fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna án þess að stuðningurinn sé tengdur við ákveðið barn.
ATH I
Undir öllum eðlilegum kringumstæðum fá nýir Barnaþorpsvinir bréf frá barnaþorpinu sem þeir styðja og svo reglulega bréf þaðan. Eins og staðan er í dag getum við því miður ekki tryggt eðlilega upplýsingagjöf frá Sýrlandi en við ábyrgjumst þó að framlagið fari á réttan stað.
ATH II
Vegna stríðsátakanna í Sýrlandi höfum við þurft að flýja með börnin okkar (samtals 156 börn) úr barnaþorpunum okkar í Aleppo og Damaskus. Við getum ekki upplýst hvar börnin eru niðurkomin en áhersla er lögð á að þau búi við eins öruggar aðstæður og kostur er. Vegna þessara flutninga er kostnaður við umönnun þeirra mun meiri en annars.
UPPFÆRT 21.10.2016: Eftir ígrundaða úttekt á öryggi þorpsins var ákveðið að öruggt væri fyrir börnin 156 að flytja aftur heim.
„Þetta er mikilvægt skref til þess að veita börnunum öryggiskennd og koma lífum þeirra í eðlilegt horf. SOS í Sýrlandi mun halda áfram að fylgjast grannt með öryggi barnaþorpsins sem og öryggi annarra svæða sem SOS vinnur á í Sýrlandi. Við biðjum alla málsaðila stríðsins í Sýrlandi að vernda börn gegn skaða og virða rétt þeirra til næringar, menntunnar, heilsugæslu og öruggs skjóls,” sagði Rani Rahmo, framkvæmdastjóri SOS í Sýrlandi.
Gerast Barnaþorpsvinur
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...