Fréttayfirlit 17. febrúar 2017

Barnaþorp í Mósambík varð fyrir skemmdum



Hvirfilbylurinn Dineo reið yfir suðurströnd Afríku í vikunni með þeim afleiðingum að SOS Barnaþorpið í Inhamane í Mósambík varð fyrir skemmdum. Öll börn sluppu ómeidd ásamt starfsfólki.

Vegna þessa þurfa börnin í þorpinu að flytja tímabundið í SOS Barnaþorpið í Maputo, á meðan viðgerð stendur yfir í Inhamane. Í Maputo verður sett upp tímabundið húsnæði fyrir börnin og SOS mæður.

Alls búa 124 börn í SOS Barnaþorpinu í Inhamane ásamt 24 ungmennum sem búa í nágrenni þorpsins.

Forstöðumaður þorpsins. Simao Chatepa, segir börnin vera skelkuð en annars sé ástandið ágætt. Hann hafi þó áhyggjur af fimm starfsmönnum þorpsins sem ekki hefur náðst í síðan hvirfilbylurinn reið yfir. „Við höfum ekki náð í þessa fimm starfsmenn sem ekki voru í þorpinu á miðvikudaginn. Við getum bara vonað að það sé í lagi með þá,“ segir Simao.  

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...