Fréttayfirlit 20. nóvember 2020

Barnasáttmálinn á barnvænu máli

Barnasáttmálinn á barnvænu máli


Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþingi SÞ og undirritaður þann 20. nóvember árið 1989. Þetta er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum, 193 talsins, og er samningur um réttindi barna. Samningurinn var fullgiltur fyrir hönd Íslands árið 1992 og lögfestur á Alþingi árið 2013.

SOS Barnaþorpin hafa í yfir 70 ár staðið vörð um réttindi barna. 20. grein sáttmálans á sérstaklega vel við um hlutverk samtakanna sem eru starfrækt í 136 löndum.

Barn sem ekki nýtur umönnunar fjölskyldu sinnar á rétt á því að hugsað sé um það af fólki sem ber virðingu fyrir því, trúarskoðunum þess, menningu, tungumáli og öðru sem varðar líf barnsins. 20. grein Barnasáttmálans

Hlutverk SOS Barnaþorpanna er að veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst.

Barnasáttmálinn er ítarlegur samningur en á vefsíðunni Barnasattmali.is sem opnaður var í dag, á vegum Umboðsmanns barna á Íslandi, hefur innihald hans verið tekið saman á barnvænu máli sem ætti að auðvelda öllum að skilja innihald hans.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...