Fréttayfirlit 11. desember 2020

Ástandið róast í Eþíópíu

Ástandið róast í Eþíópíu


Eins og við greindum frá á dögunum voru SOS Barnaþorpin í Eþíópíu reiðubúin til að rýma barnaþorpið í Mekelle, höfuðborg Tigray héraðs vegna stríðsátaka sem þar hafa geisað. Nú berast okkur upplýsingar um að ástandið þar hafi róast talsvert og eru allir heilir á húfi í barnaþorpinu.

Þar búa 234 börn og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin vinna að því að tryggja öryggi þeirra í samvinnu við önnur hjálparsamtök á svæðinu.

Ennþá gengur erfiðlega að ná símasambandi við barnaþorpið því boðskiptakerfi hafa legið niðri að mestu en yfirvöld vinna að því að að endurreisa rafmagns- og símalínur.

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...