Fréttayfirlit 11. desember 2020

Ástandið róast í Eþíópíu

Ástandið róast í Eþíópíu


Eins og við greindum frá á dögunum voru SOS Barnaþorpin í Eþíópíu reiðubúin til að rýma barnaþorpið í Mekelle, höfuðborg Tigray héraðs vegna stríðsátaka sem þar hafa geisað. Nú berast okkur upplýsingar um að ástandið þar hafi róast talsvert og eru allir heilir á húfi í barnaþorpinu.

Þar búa 234 börn og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin vinna að því að tryggja öryggi þeirra í samvinnu við önnur hjálparsamtök á svæðinu.

Ennþá gengur erfiðlega að ná símasambandi við barnaþorpið því boðskiptakerfi hafa legið niðri að mestu en yfirvöld vinna að því að að endurreisa rafmagns- og símalínur.

Nýlegar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
8. des. 2025 Almennar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
2. des. 2025 Erfðagjafir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...