Ástandið róast í Eþíópíu

Eins og við greindum frá á dögunum voru SOS Barnaþorpin í Eþíópíu reiðubúin til að rýma barnaþorpið í Mekelle, höfuðborg Tigray héraðs vegna stríðsátaka sem þar hafa geisað. Nú berast okkur upplýsingar um að ástandið þar hafi róast talsvert og eru allir heilir á húfi í barnaþorpinu.
Þar búa 234 börn og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin vinna að því að tryggja öryggi þeirra í samvinnu við önnur hjálparsamtök á svæðinu.
Ennþá gengur erfiðlega að ná símasambandi við barnaþorpið því boðskiptakerfi hafa legið niðri að mestu en yfirvöld vinna að því að að endurreisa rafmagns- og símalínur.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.