Fréttayfirlit 11. desember 2020

Ástandið róast í Eþíópíu

Ástandið róast í Eþíópíu


Eins og við greindum frá á dögunum voru SOS Barnaþorpin í Eþíópíu reiðubúin til að rýma barnaþorpið í Mekelle, höfuðborg Tigray héraðs vegna stríðsátaka sem þar hafa geisað. Nú berast okkur upplýsingar um að ástandið þar hafi róast talsvert og eru allir heilir á húfi í barnaþorpinu.

Þar búa 234 börn og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin vinna að því að tryggja öryggi þeirra í samvinnu við önnur hjálparsamtök á svæðinu.

Ennþá gengur erfiðlega að ná símasambandi við barnaþorpið því boðskiptakerfi hafa legið niðri að mestu en yfirvöld vinna að því að að endurreisa rafmagns- og símalínur.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.