Alþjóðlegur dagur flóttamannsins
Alþjóðlegur dagur flóttamannsins er í dag, 20 júní en aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna. Alls eru 66 milljónir á flótta í heiminum, þar af 5,5 milljónir frá Sýrlandi.
Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, eru algjörlega varnarlaus í þessum aðstæðum. Alls voru 75.000 beiðnir um hæli lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína.
Hælisleitendur, sem hafa flúið land sitt og leitað alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn, eru 2,8 milljónir. Þá eru 40 milljónir á vergangi í heimalalandi sínu
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum um allan heim. Þar af eru samtökin með verkefni fyrir flóttafólk í 14 löndum, til dæmis neyðaraðstoð og skýli.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...