Alþjóðlegur dagur flóttamannsins
Alþjóðlegur dagur flóttamannsins er í dag, 20 júní en aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna. Alls eru 66 milljónir á flótta í heiminum, þar af 5,5 milljónir frá Sýrlandi.
Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, eru algjörlega varnarlaus í þessum aðstæðum. Alls voru 75.000 beiðnir um hæli lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína.
Hælisleitendur, sem hafa flúið land sitt og leitað alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn, eru 2,8 milljónir. Þá eru 40 milljónir á vergangi í heimalalandi sínu
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum um allan heim. Þar af eru samtökin með verkefni fyrir flóttafólk í 14 löndum, til dæmis neyðaraðstoð og skýli.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...