Alþjóðlegur dagur flóttamannsins
Alþjóðlegur dagur flóttamannsins er í dag, 20 júní en aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna. Alls eru 66 milljónir á flótta í heiminum, þar af 5,5 milljónir frá Sýrlandi.
Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, eru algjörlega varnarlaus í þessum aðstæðum. Alls voru 75.000 beiðnir um hæli lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína.
Hælisleitendur, sem hafa flúið land sitt og leitað alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn, eru 2,8 milljónir. Þá eru 40 milljónir á vergangi í heimalalandi sínu
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum um allan heim. Þar af eru samtökin með verkefni fyrir flóttafólk í 14 löndum, til dæmis neyðaraðstoð og skýli.
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...