Fréttayfirlit 29. apríl 2020

Alsæl í Eþíópíu í íslensku landsliðstreyjunni

Íslensku fótboltalandsliðin voru að eignast nýtt stuðningsfólk, í Eþíópíu! Systkinin á einu heimilinu í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa voru í skýjunum þegar fulltrúi SOS á Íslandi afhenti þeim að gjöf íslensku landsliðstreyjuna í vettfangsferð þangað í lok febrúar. Knattspyrnusamband Íslands gaf treyjurnar og kunnum við sambandinu bestu þakkir fyrir.

Starfsfólk barnaþorpsins sagði að það sem gladdi börnin sérstaklega er hversu litrík og falleg treyjan er og að hún væri glæný og ekta. 29 Íslendingar eru SOS-styrktarforeldrar barna í barnaþorpinu í Addis Ababa.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...