Aldrei fleiri styrktarforeldrar
Árið 2016 var gott ár hjá SOS Barnaþorpunum. Alls gerðust 1627 Íslendingar styrktarforeldrar á árinu og bættust í hóp þeirra sem vilja gott af sér leiða með því að styrkja SOS. Íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir eru því orðnir tæplega átta þúsund en sú tala hefur aldrei verið hærri.
Það þarf varla að taka það fram hversu þakklát SOS Barnaþorpin eru fyrir stuðninginn. Með dyggri hjálp Íslendinga gera samtökin sitt allra besta til að bæta líf barna um allan heim.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.