Fréttayfirlit 16. nóvember 2019

Áhugi á stuðningi í Namibíu

Frá SOS barnaþorpinu í TsumebVið hjá SOS á Íslandi höfum undanfarna daga verið að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja SOS Barnaþorpin í Namibíu. Við ákváðum að bregðast við þessum jákvæða áhuga og hefur athugun okkar leitt í ljós að mjög mikil þörf er fyrir stuðningi hjá SOS í Namibíu við rekstur barnaþorpanna þriggja sem þar eru.

Við viljum benda áhugasömum á að sérstök SOS-styrktarleið er fyrir slíkan stuðning sem heitir „Barnaþorpsvinur“. Þessir styrktaraðilar greiða 3.400 krónur á mánuði og fer framlagið í rekstur barnaþorpanna svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Einfalt er að skrá sig Barnaþorpsvin á heimasíðu okkar og kynna sér nánar hvernig þessum framlögum er ráðstafað.  (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)

Annar möguleiki er að gerast SOS-foreldri barns í barnaþorpi í Namibíu með mánaðarlegu framlagi upp á 3.900 krónur sem fer í framfærslu barnsins. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)

Þessir styrktaraðilar fá reglulega send bréf með fréttum og myndum af börnunum og þorpunum.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Þrjú SOS barnaþorp eru í Namibíu

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...