Fréttayfirlit 16. nóvember 2019

Áhugi á stuðningi í Namibíu



Frá SOS barnaþorpinu í TsumebVið hjá SOS á Íslandi höfum undanfarna daga verið að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja SOS Barnaþorpin í Namibíu. Við ákváðum að bregðast við þessum jákvæða áhuga og hefur athugun okkar leitt í ljós að mjög mikil þörf er fyrir stuðningi hjá SOS í Namibíu við rekstur barnaþorpanna þriggja sem þar eru.

Við viljum benda áhugasömum á að sérstök SOS-styrktarleið er fyrir slíkan stuðning sem heitir „Barnaþorpsvinur“. Þessir styrktaraðilar greiða 3.400 krónur á mánuði og fer framlagið í rekstur barnaþorpanna svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Einfalt er að skrá sig Barnaþorpsvin á heimasíðu okkar og kynna sér nánar hvernig þessum framlögum er ráðstafað.  (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)

Annar möguleiki er að gerast SOS-foreldri barns í barnaþorpi í Namibíu með mánaðarlegu framlagi upp á 3.900 krónur sem fer í framfærslu barnsins. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)

Þessir styrktaraðilar fá reglulega send bréf með fréttum og myndum af börnunum og þorpunum.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Þrjú SOS barnaþorp eru í Namibíu

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...