Fréttayfirlit 1. ágúst 2019

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

„Þrír markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðasta leiktímabili voru Afríkumenn. Hæfileikarnir og getan eru svo sannarlega til staðar í Afríku en það sem börn og ungmenni skortir þar eru tækifærin. Mig langar virkilega að læra hvernig Íslendingar fara að því að skapa þessi tækifæri.“

Þetta segir Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko, aðalráðgjafi hjá Gates góðgerðarsjóðnum, sem heimsótti Ísland í sumar. Samburu er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.

Samburu er sérfróður um þróunarsamvinnu og bendir þarna á börn og ungmenni á Íslandi hafi mun greiðari aðgang að því að efla hæfileika sína heldur en jafnaldrar sínir í Afríku. Í þessu samhengi má nefna að regluverk SOS Barnaþorpanna gengur einmitt út á að börnin fái menntun og hafi aðgengi að íþróttaiðkun. Samtökin hafa í 70 ár hjálpað fjórum milljónum barna á þennan hátt.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...