Fréttayfirlit 1. ágúst 2019

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

„Þrír markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðasta leiktímabili voru Afríkumenn. Hæfileikarnir og getan eru svo sannarlega til staðar í Afríku en það sem börn og ungmenni skortir þar eru tækifærin. Mig langar virkilega að læra hvernig Íslendingar fara að því að skapa þessi tækifæri.“

Þetta segir Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko, aðalráðgjafi hjá Gates góðgerðarsjóðnum, sem heimsótti Ísland í sumar. Samburu er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.

Samburu er sérfróður um þróunarsamvinnu og bendir þarna á börn og ungmenni á Íslandi hafi mun greiðari aðgang að því að efla hæfileika sína heldur en jafnaldrar sínir í Afríku. Í þessu samhengi má nefna að regluverk SOS Barnaþorpanna gengur einmitt út á að börnin fái menntun og hafi aðgengi að íþróttaiðkun. Samtökin hafa í 70 ár hjálpað fjórum milljónum barna á þennan hátt.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...