Fréttayfirlit 16. desember 2015

800 einsömul flóttabörn í SOS Barnaþorpum



SOS Barnaþorpin hafa á síðustu mánuðum tekið að sér tæplega 800 einsömul flóttabörn í Evrópu og víðar en meirihluti þeirra er frá Sýrlandi. Flóttabörn sem koma ein síns liðs eru í mikilli hættu á að lenda í höndum ofbeldismanna sem stunda barnavændi, eiturlyfjasmygl og mansal. Því er gríðarlega mikilvægt að aðstoða þau börn sem fyrst eftir komuna til Evrópu og hafa SOS Barnaþorpin því lagt sérstaka áherslu á aðstoð við flóttabörn án foreldrafylgdar. Samtökin eru staðsett víðsvegar um heiminn og eru því í góðri stöðu til að aðstoða flóttabörn í neyð.

Í Líbanon eru 105 einsömul flóttabörn í umsjá SOS Barnaþorpanna en öll eru þau sýrlensk. Starfsfólk samtakanna reynir að hafa uppi á fjölskyldum barnanna en ef það tekst ekki eru fundin önnur úrræði, til að mynda framtíðarheimili í SOS Barnaþorpi.

flóttabarnserbía.jpg

47 einsömul flóttabörn eru í umsjá SOS Barnaþorpanna á Ítalíu og tvö í Eistlandi. Þá eru 30 einsömul flóttabörn í umsjá SOS Barnaþorpanna í Finnlandi og búa samtökin sig undir að taka við mun fleiri á næsta ári en áætlað er að um 900 einsömul flóttabörn komi til Finnlands árið 2016.

Í Þýskalandi eru 300 einsömul flóttabörn í umsjá SOS Barnaþorpanna og yfir 100 í Austurríki. Á báðum stöðum eru samtökin tilbúin að taka við fleiri flóttabörnum á nýju ári.

Árið 2016 munu SOS Barnaþorpin í Belgíu, Grikklandi, Noregi, Spáni og Jórdaníu einnig taka við hundruðum flóttabarna sem koma án foreldrafylgdar en líkt og í hinum löndunum býr fjöldi munaðarlausra og yfirgefinna barna þar fyrir í SOS Barnaþorpum.

Þá eru 205 börn í tímabundinni umsjá SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi en þau hafa orðið viðskila við foreldra sína innan landamæranna eða misst þá. Börnin búa á tveimur heimilum í Damaskus en það þriðja opnar í Aleppo eftir áramót. Þar fyrir utan búa yfir 200 börn í SOS Barnaþorpum í landinu.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.