Fréttayfirlit 21. desember 2015

80 þúsund krónur til Sýrlands frá Dalheimum



Frístundaheimilið Dalheimar í Reykjavík afhentu SOS Barnaþorpunum rúmar 80 þúsund krónur í síðustu viku sem verða notaðar í starf samtakanna í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð vegna átakanna þar í landi en einnig eru þar tvö SOS Barnaþorp.

Börnin stóðu fyrir tveimur atburðum á haustönn 2015 og söfnuðu þannig fjárhæðinni. Annars vegar héldu þau hæfileikakeppnina Dalheimar Got Talent þar sem hægt var að kaupa kaffi og kökur og hins vegar bingó þar sem börnin seldu inn og voru með veitingar.

Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3.- 4.bekk í skólunum Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Þetta er í annað skipti sem börnin á Dalheimum styrkja verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna en fyrr á árinu afhentu þau samtökunum 25 þúsund krónur vegna neyðaraðstoðar SOS í Nepal.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...