80 þúsund krónur til Sýrlands frá Dalheimum
Frístundaheimilið Dalheimar í Reykjavík afhentu SOS Barnaþorpunum rúmar 80 þúsund krónur í síðustu viku sem verða notaðar í starf samtakanna í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð vegna átakanna þar í landi en einnig eru þar tvö SOS Barnaþorp.
Börnin stóðu fyrir tveimur atburðum á haustönn 2015 og söfnuðu þannig fjárhæðinni. Annars vegar héldu þau hæfileikakeppnina Dalheimar Got Talent þar sem hægt var að kaupa kaffi og kökur og hins vegar bingó þar sem börnin seldu inn og voru með veitingar.
Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3.- 4.bekk í skólunum Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Þetta er í annað skipti sem börnin á Dalheimum styrkja verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna en fyrr á árinu afhentu þau samtökunum 25 þúsund krónur vegna neyðaraðstoðar SOS í Nepal.
Nýlegar fréttir
Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...
Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...