500 þúsund til Aleppo

Sigurður Jónsson lést árið 2015, aðeins 43 ára gamall. SOS Barnaþorpin hafa fengið gjöf að upphæð 500.000 kr. úr sjóði Sigurðar Jónssonar (Sigga). Framlagið mun að öllu leyti styðja við uppbyggingu skóla í Aleppo, Sýrlandi, sem SOS Barnaþorpin koma að. Sigurði Jónssyni (Sigga) þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar vegna veikinda eða heimilisaðstæðna og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.
Við þökkum aðstandendum Sigurðar kærlega fyrir framlagið og megi minning hans lifa.
Myndin hér fyrir ofan er af Sigga ásamt yngstu systkinum sínum (Sonju og Sindra Jónsbörn). Siggi átti sex systkini þ.e. Guðrún Hulda, Kristín, Linda, Eva Sif, Sonja og Sindri).
Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...