Fréttayfirlit 21. ágúst 2015

3,6 milljónir til Grikklands



SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 3,6 milljónir króna (25 þúsund Evrur) til verkefna SOS í Grikklandi en neyðin þar í landi hefur aukist gríðarlega að undanförnu.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Grikklandi síðan árið 1975 en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 juku samtökin aðstoð sína. Í dag eru þar sjö fjölskyldueflingarverkefni starfandi ásamt tveimur verkefnum  sem stuðla að menntun ungmenna. Einnig eru fjögur barnaþorp starfandi ásamt barnaheimili fyrir ung börn. Allt að 5000 einstaklingar fá aðstoð í gegnum verkefnin, þar af 2.200 börn.

Efnahagsvandræði Grikkja hafa haft mikil áhrif á grískar fjölskyldur. Skattahækkanir og mikið atvinnuleysi hafa aukið fátækt, þunglyndi og tíðni sjálfsvíga. Hlutfall atvinnulausra er í dag 27% en á fátækustu svæðum landsins er það töluvert hærra.

Þriðjungur landsmanna er ekki með aðgang að heilbrigðisþjónustu en mikið hefur verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur vannæring barna aukist en verð á mat hefur hækkað verulega með þeim afleiðingum að fjöldi fólks hefur ekki efni á mat fyrir börnin sín.

1,9 milljónir barna búa í Grikklandi en 40% þeirra búa við mikla fátækt. Þá er vanræksla og ofbeldi á grískum börnum vaxandi vandamál ásamt því að einstæðum foreldrum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði.

Richard Pichler, alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna, segir neyðina mikla í Grikklandi og því mikilvægt að SOS standi vaktina „Síðustu ár hafa verið gríðarlega erfið fyrir grísku þjóðina og ég er þakkátur fyrir allt það góða fólk sem starfar í þágu grískra barna. Allar ákvarðanir sem við tökum eru í þágu barnanna.“ 

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...