Fréttayfirlit 14. september 2015

30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp



Yfir 30 flóttabörn sem komu til Austurríkis án foreldra hafa nú eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum þar í landi. Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum.

Um er að ræða börn á aldrinum 7-13 ára frá Sýrlandi, Afganistan og Íran og komu þau öll ein síns liðs til Austurríkis. Öll fá þau áfallahjálp og sálfræðiaðstoð enda búin að upplifa ansi margt á stuttri ævi.

„Þetta snýst um ekki um að gefa þessum börnum þak yfir höfuðið. Hér fá þau tækifæri á eðlilegri barnæsku. Þau eignast fjölskyldu og mæta í skóla,“ segir Clemens Klingan, fulltrúi SOS Barnaþorpanna í Austurríki.

Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig gefið ungu fólki á flótta, þ.e. ungmennum á aldrinum 17-21 ára, heimili á SOS ungmennaheimilum í Austurríki. Fleiri ungmennaheimili verða sett á laggirnar á næstu mánuðum þar sem ungir flóttamenn eignast nýtt heimili.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...