30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp
Yfir 30 flóttabörn sem komu til Austurríkis án foreldra hafa nú eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum þar í landi. Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum.
Um er að ræða börn á aldrinum 7-13 ára frá Sýrlandi, Afganistan og Íran og komu þau öll ein síns liðs til Austurríkis. Öll fá þau áfallahjálp og sálfræðiaðstoð enda búin að upplifa ansi margt á stuttri ævi.
„Þetta snýst um ekki um að gefa þessum börnum þak yfir höfuðið. Hér fá þau tækifæri á eðlilegri barnæsku. Þau eignast fjölskyldu og mæta í skóla,“ segir Clemens Klingan, fulltrúi SOS Barnaþorpanna í Austurríki.
Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig gefið ungu fólki á flótta, þ.e. ungmennum á aldrinum 17-21 ára, heimili á SOS ungmennaheimilum í Austurríki. Fleiri ungmennaheimili verða sett á laggirnar á næstu mánuðum þar sem ungir flóttamenn eignast nýtt heimili.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...