Fréttayfirlit 31. maí 2019

200 börn á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna



Miðvikudaginn 29. maí lögðu börn og leikskólakennarar úr sjö leikskólum á höfuðborgarsvæðinu leið sína í Salinn í Kópavogi. Þar beið þeirra Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna en hún er árlegur viðburður fyrir Sólblómaleikskóla SOS Barnaþorpanna.

Leikhópurinn Lotta kom og skemmti börnunum með leik og söng en auk þess ferðuðumst við í huganum til Afríku, heyrðum sögur af börnum í SOS Barnaþorpum og gengum syngjandi um nágrenni Salarins veifandi litríkum blöðrum.Solblomahatid 2019_5.jpg

Sólblómaleikskólar er verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna þar sem leikskólabörn fræðast um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Sólblómaleikskólar styrkja annað hvort eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi eða styðja við samtökin á annan hátt.

Leikskólabörnin fræðast um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf. Sólblómið er tákn verkefnisins enda eru sólblóm og börn ekki svo ólík, þau þarfnast bæði umhyggju og næringar til að vaxa og dafna.

Leikskólar í Kópavogi hafa verið öflugir í samstarfsverkefninu enda eru sex leikskólar í Kópavogi sólblómaleikskólar.

Solblomahatid 2019_1.jpg

Solblomahatid 2019_3.jpg

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.