Fréttayfirlit 5. febrúar 2018

143 þúsund frá ungmennaráði



Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna hefur afhent SOS 143 þúsund krónur sem renna til neyðaraðstoðar SOS í Grikklandi þar sem samtökin starfa með fylgdarlausum ungmennum á flótta. 

Ungmennaráðið hélt tónleika og happdrætti á föstudaginn síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í Stúdentakjallaranum og var mætingin mjög góð. Gestir gátu keypt happdrættismiða á 1.000 kr. og styrkt þannig verkefni SOS í Grikklandi. Vinningarnir voru ekki af verri endanum en fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga í þágu góðs málefnis.

Við þökkum ungmennaráðinu kærlega fyrir framlagið og framtakið! 

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...