143 þúsund frá ungmennaráði
Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna hefur afhent SOS 143 þúsund krónur sem renna til neyðaraðstoðar SOS í Grikklandi þar sem samtökin starfa með fylgdarlausum ungmennum á flótta.
Ungmennaráðið hélt tónleika og happdrætti á föstudaginn síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í Stúdentakjallaranum og var mætingin mjög góð. Gestir gátu keypt happdrættismiða á 1.000 kr. og styrkt þannig verkefni SOS í Grikklandi. Vinningarnir voru ekki af verri endanum en fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga í þágu góðs málefnis.
Við þökkum ungmennaráðinu kærlega fyrir framlagið og framtakið!
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...