Fréttayfirlit 5. febrúar 2018

143 þúsund frá ungmennaráði



Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna hefur afhent SOS 143 þúsund krónur sem renna til neyðaraðstoðar SOS í Grikklandi þar sem samtökin starfa með fylgdarlausum ungmennum á flótta. 

Ungmennaráðið hélt tónleika og happdrætti á föstudaginn síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í Stúdentakjallaranum og var mætingin mjög góð. Gestir gátu keypt happdrættismiða á 1.000 kr. og styrkt þannig verkefni SOS í Grikklandi. Vinningarnir voru ekki af verri endanum en fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga í þágu góðs málefnis.

Við þökkum ungmennaráðinu kærlega fyrir framlagið og framtakið! 

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...