Fréttayfirlit 10. nóvember 2016

120 börn í Tansaníu fá öruggt heimili



SOS í Noregi hefur byggt nýtt barnaþorp í næst stærstu borg Tansaníu, Mwansa.

Barnaþorpið er staðsett á svæðinu Bugarika, þar sem lífsskilyrði eru afar slæm. Í þorpinu eru 12 hús þar sem 120 börn hafa fengið varanlegt heimili. Þau munu einnig fá pláss á nýuppgerðum grunnskóla hverfisins og verið er að byggja leikskóla við þorpið sem mun geta hýst 100 börn.

Þorpið var fjármagnað í gegnum söfnun í Noregi. Norskir skólanemendur hafa safnað fjármagni í mörg ár og sex af húsunum í þorpinu eru fjármögnuð með frjálsum framlögum frá ýmsum hópum í landinu. Mörg fyrirtæki hafa einnig styrkt við verkefnið.

Fjölskylduefling hefur nú þegar hjálpað mörgum

Margar fjölskyldur sem búa á svæðinu hafa fengið aðstoð frá SOS Barnaþorpunum síðustu ár, en fjölskyldueflingarverkefni hefur verið til staðar á svæðinu frá árinu 2010.

Markmið fjölskyldueflingarinnar er að sporna við aðskilnaði barna og foreldra. Meira en 1000 börn og foreldrar/ forráðamenn þeirra hafa fengið styrk frá fjölskyldueflingunni og margar fjölskyldur standa nú á eigin fótum og sjá fyrir sér sjálfar eftir að hafa verið þátttakendur í verkefninu.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...