Fréttayfirlit 10. nóvember 2016

120 börn í Tansaníu fá öruggt heimili



SOS í Noregi hefur byggt nýtt barnaþorp í næst stærstu borg Tansaníu, Mwansa.

Barnaþorpið er staðsett á svæðinu Bugarika, þar sem lífsskilyrði eru afar slæm. Í þorpinu eru 12 hús þar sem 120 börn hafa fengið varanlegt heimili. Þau munu einnig fá pláss á nýuppgerðum grunnskóla hverfisins og verið er að byggja leikskóla við þorpið sem mun geta hýst 100 börn.

Þorpið var fjármagnað í gegnum söfnun í Noregi. Norskir skólanemendur hafa safnað fjármagni í mörg ár og sex af húsunum í þorpinu eru fjármögnuð með frjálsum framlögum frá ýmsum hópum í landinu. Mörg fyrirtæki hafa einnig styrkt við verkefnið.

Fjölskylduefling hefur nú þegar hjálpað mörgum

Margar fjölskyldur sem búa á svæðinu hafa fengið aðstoð frá SOS Barnaþorpunum síðustu ár, en fjölskyldueflingarverkefni hefur verið til staðar á svæðinu frá árinu 2010.

Markmið fjölskyldueflingarinnar er að sporna við aðskilnaði barna og foreldra. Meira en 1000 börn og foreldrar/ forráðamenn þeirra hafa fengið styrk frá fjölskyldueflingunni og margar fjölskyldur standa nú á eigin fótum og sjá fyrir sér sjálfar eftir að hafa verið þátttakendur í verkefninu.

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.