Fréttayfirlit 10. nóvember 2016

120 börn í Tansaníu fá öruggt heimili



SOS í Noregi hefur byggt nýtt barnaþorp í næst stærstu borg Tansaníu, Mwansa.

Barnaþorpið er staðsett á svæðinu Bugarika, þar sem lífsskilyrði eru afar slæm. Í þorpinu eru 12 hús þar sem 120 börn hafa fengið varanlegt heimili. Þau munu einnig fá pláss á nýuppgerðum grunnskóla hverfisins og verið er að byggja leikskóla við þorpið sem mun geta hýst 100 börn.

Þorpið var fjármagnað í gegnum söfnun í Noregi. Norskir skólanemendur hafa safnað fjármagni í mörg ár og sex af húsunum í þorpinu eru fjármögnuð með frjálsum framlögum frá ýmsum hópum í landinu. Mörg fyrirtæki hafa einnig styrkt við verkefnið.

Fjölskylduefling hefur nú þegar hjálpað mörgum

Margar fjölskyldur sem búa á svæðinu hafa fengið aðstoð frá SOS Barnaþorpunum síðustu ár, en fjölskyldueflingarverkefni hefur verið til staðar á svæðinu frá árinu 2010.

Markmið fjölskyldueflingarinnar er að sporna við aðskilnaði barna og foreldra. Meira en 1000 börn og foreldrar/ forráðamenn þeirra hafa fengið styrk frá fjölskyldueflingunni og margar fjölskyldur standa nú á eigin fótum og sjá fyrir sér sjálfar eftir að hafa verið þátttakendur í verkefninu.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...