Fréttayfirlit 14. nóvember 2018

119 þúsund söfnuðust á hagyrðingakvöldi



119 þúsund krónur söfnuðust á hagyrðingakvöldi SOS Barnaþorpanna sem haldið var í Fáksheimilinu í Víðidal 8. nóvember sl. Efnt var í fyrsta sinn til þessa fjáröflunarviðburðar sem gekk vonum framar og til stendur að endurtaka leikinn á næsta ári.

Hagyrðingakvöld eru algeng og vel sótt á landsbyggðinni en fágætara er að slíkir viðburðir séu haldnir á höfuðborgarfsvæðinu. Þessu tóku margir fagnandi og var ógleymanleg stemning í Fáksheimilinu þetta kvöld.

Við þökkum kærlega fyrir okkur, þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu og þeim hagyrðingum sem fram komu og fóru á kostum. Þau voru Kristján Hreinsson, Sigurlín Hermannsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir, Ómar Ragnarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson en sá síðastnefndi var jafnframt stjórnandi og kynnir.

Allur ágóði rann til SOS Barnaþorpanna og safnaðist féð með aðgangseyri, keyptum vísum og frjálsum framlögum. Þrjú fyrirtæki styrktu okkur með veitingum sem innifaldar voru í aðgangseyrinum. Flatkökur voru frá Kökugerð HP á Selfossi, hangikjöt frá SS og kleinur frá Myllunni og kunnum við þeim einnig bestu þakkir fyrir.

Margur verður úti á heimsins hjarniHagyrðingakvöld 2018 áhorfendur.jpg
er hlaupum við um í leit að drasli og skarni
það er þarflaust að spyrja,
ekkert þras, nú má byrja
og í SOS get ég bjargað einu barni.
(Sigurlína Davíðsdóttir)

Um öryggi láta jú allir sig dreyma,
að eiga sinn stað sem er kallaður ‚heima‘
en vond er oft veröld og grá.
Er börn úti í heimi á hrakhólum lenda
þá heimili býðst þeim, þú pening mátt senda
þau styrk bæði og stuðninginn fá.
(Sigurlín Hermannsdóttir)

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...