Neyð í Pakistan

Neyðarástand ríkir í Pakistan vegna mestu flóða sem þar hafa orðið í meira en áratug. Íslendingum gefst nú kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar með því að taka þátt í neyðarsöfnuninni hér. Við getum ekki hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum.

35 milljónir manna í neyð

Hamfarirnar hafa mest áhrif á fátækustu samfélög landsins. Um 1500 manns, þar af um 500 börn, hafa farist og 35 milljónir manna eru án skjóls af völdum flóðanna eftir monsúnrigningar „á sterum" eins og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna orðar það. Þriðjungur alls landsins er á kafi í vatni enda hefur úrkoman mælst 400% meiri en meðaltal síðustu 30 ára.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Pakistan síðan 1975.

Hér geturðu lesið nánar um neyðaraðgerðir SOS í Pakistan.

Neyð í Pakistan

Neyð í Pakistan

Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þjást vegna flóða í Pakistan.

Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.