Gerast fjölskylduvinur

Ávinningurinn fyrir samfélagið er 66-faldur.

Mánaðarlegt 1.000 kr. framlag er jafnvirði 66 þúsund króna. Það eru útreiknuð langtímaáhrif af því að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og standa á eigin fótum. Keðjuáhrifin styrkja nærsamfélagið og innviði þess.

Þessi aðstoð SOS Barnaþorpanna heitir Fjölskylduefling og SOS á Íslandi fjármagnar eitt slíkt verkefni, í Eþíópíu, þar sem skjólstæðingar okkar eru um 1600 börn og ungmenni auk foreldra þeirra. Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 580 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna.

Hér geta Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna nálgast sögur, fréttir og upplýsingar um Fjölskyldueflinguna.

Upplýsingasvæði fyrir Fjölskylduvini

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur aðstoðar þú sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis. Þannig kemurðu í veg fyrir að börnin verði vanrækt og yfirgefin. Þú færð reglulega fréttir, sögur og myndefni af barnafjölskyldunum sem þú hjálpar.

Mánaðarlegt framlag
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.