Gerast fjölskylduvinur

Framlagið margfaldast

Framlög til fjölskyldueflingar SOS margfaldast á þeim svæðum þar sem við hjálpum. Á fátækustu svæðum heims er margföldunin 66-föld og það köllum við félagslega arðsemi. Langtímaáhrifin eru m.a. þau að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og standa á eigin fótum. Það hefur svo jákvæð keðjuáhrif á nærsamfélagið og innviði þess.

Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 719 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna. SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni, í Eþíópíu, Malaví og Rúanda.

Hér geta Fjölskylduvinir nálgast sögur, fréttir og upplýsingar um Fjölskyldueflinguna.

Fréttir og sögur úr fjölskyldueflingu

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.