SOS sögur 15.ágúst 2021

Yfirgefnar systur fá heimili í SOS barnaþorpi

Yfirgefnar systur fá heimili í SOS barnaþorpi

Þúsundir barna eru yfirgefnar af foreldrum sínum á hverju ári á Indlandi, flest þeirra stúlkubörn. Hér á Íslandi finnst okkur slík ákvörðun foreldra óhugsandi en þegar upp er staðið eiga þessar yfirgefnu stúlkur oft bjartari framtíð annarsstaðar. Í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi búa systurnar Khusnuma, 6 ára, og Rehnuma, 7 ára, sem voru yfirgefnar af foreldrum sínum á síðasta ári. Hans Steinar, upplýsingafulltrúi SOS, hitti þær og SOS móður þeirra í heimsókn til Indlands.

Sjáðu myndbandið

„Foreldrar þeirra skildu og stofnuðu fjölskyldur með öðrum mökum. Hvorugt þeirra var reiðubúið til að taka dætur sínar með í nýju hjónaböndin svo þær komu hingað til okkar,” segir Sajna, SOS móðir stúlknanna.

Synir mikilvægari en dætur

Dætur eru meiri byrði á fátækum fjölskyldum en synir vegna fornrar hefðar um heimanmund í upphafi hjónabands. Reyndar voru lög um heimamund afnumin og þau gerð refsiverð á Indlandi fyrir mörgum árum en margir fara þó í kringum lögin og falast enn á leynilegan hátt eftir greiðslu frá foreldrum brúðarinnar.

„Strákar hafa meira mikilvægi í fjölskyldum sínum því fjölskyldunafnið og helgisiðir flytjast áfram með þeim á milli kynslóða. Mörgum foreldrum finnst fjölskyldan ekki eiga neina framtíð fyrir sér ef þeir eignast bara stúlkur og þeim er því stundum komið fyrir hjá öðrum fjölskyldum. En ef stúlkur eru menntaðar þá eru meiri líkur á að þær kynnist eiginmanni á sínum eigin forsendum og þá gerir enginn kröfu um heimanmund,” segir Dr Niharika Chamola, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS barnaþorpsins í Greenfields.

Líður vel í barnaþorpinu

Það má því ætla að Khusnuma og Rehnuma eigi bjarta framtíð fyrir höndum því þær ganga í skóla og hafa aðgang að enn frekari menntun í framtíðinni eins og öll börn í SOS barnaþorpum. Undirritaður spurði systurnar hvernig þeim fyndist að búa í barnaþorpinu og svöruðu þær báðar á glaðlegan máta að þar kunni þær vel við sig.

34 börn í barnaþorpinu í Greenfields eiga SOS-foreldra á Íslandi.

Viðtal: Hans Steinar Bjarnason
Myndir: Einar Árnason

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði